Arnar Þór á þing og Jón áfram ráðherra

Bjarni Benediktsson hefur lýst því yfir að hann muni hætta í stjórnmálum ef hann hann nær ekki kjöri sem formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundinum um helgina. Það myndi þá líklega leysa ráðherravandræði Sjálfstæðisflokksins, Jón Gunnarsson gæti þá haldið áfram í dómsmálaráðuneytinu.

Jón er annar maður á lista Sjálfstæðisflokksins í suðvesturkjördæmi og ætti skýlausa kröfu um ráðherrastól ef Bjarni segir af sér. Það er óhugsandi að Sjálfstæðisflokkurinn sé með fimm ráðherra og engan úr þessu kjördæmi, sem er í dag höfuðvígi flokksins.

Þá gæti Guðrún Hafsteinsdóttir komið inn í ríkisstjórn án þess að bola Jóni út. Guðrún myndi þá taka við orkumálaráðuneytinu með umhverfismál sem aukafag. Og Guðlaugur Þór Þórðarson myndi þá taka við fjármálaráðuneytinu af Bjarna.

Og í stað Bjarna á þingi kæmi inn á þing Arnar Þór Jónsson héraðsdómari og fimmti maður á lista xD í suðvestri. Og myndi hafa nokkra sérstöðu í þingflokknum, en Arnar leggur áherslu á nokkuð önnur mál og sjónarmið en sá hópur sem farið hefur með flest völd í tíð Bjarna sem formanns.

Þetta er ekki spá um fall Bjarna, aðeins ábending að fall hans myndi leysa margan vanda sem rekja má til persónulegs metnaðar margra í flokknum.

Á myndinni eru frá vinstri: Jón, Arnar og Guðrún, sem öll hafa vissan hag af því að Bjarni falli.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí