Reyndu að afhjúpa Skeggja 1966

Í síðasta þættinum um Skeggja Ásbjarnarson kom fram að árið 1966 skrifaði hópur stúlkna bréf til Gunnars Guðmundssonar skólastjóra Laugarnesskóla þar sem áreiti hans gagnvart drengjum var lýst og hvernig hann niðurlægði stúlkur. Ekkert virðist hafa verið gert með þetta bréf né tvær aðrar kvartanir sem vitað er að skólayfirvöldum bárust á þessum árum. Skólinn stóð með Skeggja, gerandanum.

Í morgun var sendur úr sjötti og síðasti þáttur þessarar seríu sem Þorsteinn J. Vilhjálmsson útvarpsmaður setti saman og byggði á heimildarvinnu Sólveigar Ólafsdóttur sagnfræðings. Þorsteinn segir í lok þáttanna að svo virðist sem skólayfirvöld hafi kosið að taka heiður skólans fram yfir hagsmuni drengjanna sem Skeggi níddist á.

Í síðasta þættinum kom líka fram að þegar fyrst var fjallað um brot Skeggja, fyrir átta árum þegar bókin Hljóðin í nóttinni eftir Björgu Guðrúnu Gísladóttur kom út, hafi Reykjavíkurborg boðið fórnarlömbum hans aðstoð. Sárafáir höfðu samband, mögulega aðeins tveir.

Í þættinum kom líka fram að tíu manns hefðu haft samband við Guðrúnu Ögmundsdóttur heitinnar þegar hún var tengiliður hjá Vistheimilanefnd vegna Skeggja og að hún hafi á sínum tíma talið að þetta yrði að stóru máli. Og hafa verður í huga að vann með flest verstu mál síðari tíma sögu um misnotkun og ofbeldi gagnvart börnum.

En í þættinum les Björg Guðrún upp tölvupóst sem Guðrún sendi henni, stuttu fyrir andlát sit. Þar er Guðrún ekki lengur vongóð um að brot Skeggja í Laugarnesskóla verði rannsökuð. Þá var áherslan lögð á rannsókn á Kópavogshæli og af ummælum Guðrúnar má skilja að ekki sé von að fleiri djúpum eða viðamiklum rannsóknum.

Ólöf Ásta Farestveit, forstjóri Barna- og fjölskyldustofu, lýsir í þættinum hvernig menn haldnir barnagirnd leiti í störf þar sem þeir eru í návistum við börn. Segir að þeir upplifi oft að þeir eigi ekki samleið með fullorðnum, sækist eftir að vera með ráðandi stöðu í barnahópum. Og þeir sem ráðast á mörg börn stundi það sem kallað er grooming, að byggja hægt og bítandi upp traust hjá börnunum en fari síðan yfir mörkin í smáum skrefum. Þeir leiti upp einstaklinga sem eru veikari fyrir, verða sérfræðingar í að lesa hópinn og velja sér fórnarlömb.

Þessi lýsing á vel við frásagnir uppkominna drengja úr Laugarnesskóla sem komið hafa fram í þáttunum. Hér má hlýða á síðasta þáttinn, fyrri þættir eru til hliðar: https://www.ruv.is/utvarp/spila/skeggi/34015/a4chnm

Í vikunni ræddum við um þættina um Skeggja við Rauða borðið við tvo hlustendur, Hönnu Björg Vilhjálmsdóttur og Söru Stef, Hildardóttur. Þær voru sammála um að þættirnir væru bæði merkir og mikilvægir og næðu vel utan um þann hrylling sem barnaníð er og ekki síður hvernig það viðgengst með þögulu samþykki samfélagsins og helstu stofnana þess. Viðtalið við þær Hönnu Björg og Söru má sjá og heyra hér:

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí