Fjarað undan ríkisstjórninni í könnun Maskínu

Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur aldrei mælst lægra en í nýrri könnun Maskínu, aðeins 40%. Ríkisstjórnin myndi missa 12 þingmenn ef kosið yrði nú. Könnunin staðfestir mikla fylgisaukningu Samfylkingar eftir formannskjör Kristrúnar Frostadóttur, en flokkurinn sækir nýtt fylgi sitt á miðjuna og til hægri.

Ef við stillum niðurstöðunum upp í þingmannafjölda þá er niðurstaðan þessi (innan sviga er breyting frá núverandi þingheimi, eftir flokkaflakk):

Ríkisstjórn:
Sjálfstæðisflokkur: 13 þingmenn (-4)
Framsóknarflokkur: 8 þingmenn (-5)
Vg: 5 þingmenn (-3)
Ríkisstjórn alls: 26 þingmaður (-12)

Hin svokallaða frjálslynda miðja:
Samfylkingin: 13 þingmenn (+7)
Píratar: 8 þingmenn (+2)
Viðreisn: 4 þingmenn (-1)
Hin svokallaða frjálslynda miðja: 25 þingmenn (+8)

Ný-hægri andstaðan:
Flokkur fólksins: 4 þingmenn (-2)
Miðflokkurinn: 4 þingmenn (+2)
Ný-hægri andstaðan: 8 þingmenn (+/-0)

Stjórnarandstaða utan þings:
Sósíalistaflokkurinn: 4 þingmenn (+4)

Stöð 2 birti frétt af niðurstöðum könnunarinnar í kvöld:

Þarna er samanburðurinn við þingkosningarnar í september í fyrra. Ef við skiptum breytingunni upp er staða þessi:

Flokkar sem bæta við sig:
Samfylkingin: +10,2 prósentur
Píratar: +3,9 prósentur
Sósíalistar: +2,0 prósentur
Miðflokkur: 1,3 prósentur

Flokkur sem stendur í stað:
Viðreisn: -0,8 prósentur

Flokkar sem tapa fylgi:
Framsókn: -5,1 prósentur
Vg: -4,8 prósentur
Sjálfstæðisflokkurinn: -4,4 prósentur
Flokkur fólksins: -1,8 prósentur

Stærstu tíðindi haustsins er vöxtur Samfylkingarinnar, sem mældist með 14,4% í október fyrir landsfund flokksins þar sem Kristrún Frostadóttir var kjörin formaður, en mælist nú með 20,1%. Flokkur fólksins og Miðflokkurinn hafa líka bætt við sig á þessum tíma, Vg og Sósíalistar standa í stað en þeir flokkar sem hafa tapað á sama tíma og Samfylkingin rís upp eru þessir:

Sjálfstæðisflokkurinn: -2,8 prósentur
Framsókn: -2,8 prósentur
Viðreisn: -2,0 prósentur
Píratar: -1,8 prósentur

Vöxtur Samfylkingar á tíma Kristrúnar eru því á kostnað hægri hluta ríkisstjórnarinnar og annarra flokka á hinni svokölluðu frjálslyndu miðju. Vöxturinn er ekki á kostnað flokka vinstra megin við Samfylkinguna og enn síður sækir Kristrún fylgi til ný-hægrisins.

Könnunin var gerð yfir jólin, frá 16. til 28. desember. Þetta sýnir því pólitíska afstöðu þjóðar í jólaskapi.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí