Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur aldrei mælst lægra en í nýrri könnun Maskínu, aðeins 40%. Ríkisstjórnin myndi missa 12 þingmenn ef kosið yrði nú. Könnunin staðfestir mikla fylgisaukningu Samfylkingar eftir formannskjör Kristrúnar Frostadóttur, en flokkurinn sækir nýtt fylgi sitt á miðjuna og til hægri.
Ef við stillum niðurstöðunum upp í þingmannafjölda þá er niðurstaðan þessi (innan sviga er breyting frá núverandi þingheimi, eftir flokkaflakk):
Ríkisstjórn:
Sjálfstæðisflokkur: 13 þingmenn (-4)
Framsóknarflokkur: 8 þingmenn (-5)
Vg: 5 þingmenn (-3)
Ríkisstjórn alls: 26 þingmaður (-12)
Hin svokallaða frjálslynda miðja:
Samfylkingin: 13 þingmenn (+7)
Píratar: 8 þingmenn (+2)
Viðreisn: 4 þingmenn (-1)
Hin svokallaða frjálslynda miðja: 25 þingmenn (+8)
Ný-hægri andstaðan:
Flokkur fólksins: 4 þingmenn (-2)
Miðflokkurinn: 4 þingmenn (+2)
Ný-hægri andstaðan: 8 þingmenn (+/-0)
Stjórnarandstaða utan þings:
Sósíalistaflokkurinn: 4 þingmenn (+4)
Stöð 2 birti frétt af niðurstöðum könnunarinnar í kvöld:
Þarna er samanburðurinn við þingkosningarnar í september í fyrra. Ef við skiptum breytingunni upp er staða þessi:
Flokkar sem bæta við sig:
Samfylkingin: +10,2 prósentur
Píratar: +3,9 prósentur
Sósíalistar: +2,0 prósentur
Miðflokkur: 1,3 prósentur
Flokkur sem stendur í stað:
Viðreisn: -0,8 prósentur
Flokkar sem tapa fylgi:
Framsókn: -5,1 prósentur
Vg: -4,8 prósentur
Sjálfstæðisflokkurinn: -4,4 prósentur
Flokkur fólksins: -1,8 prósentur
Stærstu tíðindi haustsins er vöxtur Samfylkingarinnar, sem mældist með 14,4% í október fyrir landsfund flokksins þar sem Kristrún Frostadóttir var kjörin formaður, en mælist nú með 20,1%. Flokkur fólksins og Miðflokkurinn hafa líka bætt við sig á þessum tíma, Vg og Sósíalistar standa í stað en þeir flokkar sem hafa tapað á sama tíma og Samfylkingin rís upp eru þessir:
Sjálfstæðisflokkurinn: -2,8 prósentur
Framsókn: -2,8 prósentur
Viðreisn: -2,0 prósentur
Píratar: -1,8 prósentur
Vöxtur Samfylkingar á tíma Kristrúnar eru því á kostnað hægri hluta ríkisstjórnarinnar og annarra flokka á hinni svokölluðu frjálslyndu miðju. Vöxturinn er ekki á kostnað flokka vinstra megin við Samfylkinguna og enn síður sækir Kristrún fylgi til ný-hægrisins.
Könnunin var gerð yfir jólin, frá 16. til 28. desember. Þetta sýnir því pólitíska afstöðu þjóðar í jólaskapi.