Birta er eini lífeyrissjóðurinn sem lagði eitthvert fé að ráði í Play. Birta hefur þegar tapað um 366 m.kr. á að veðja á Play, rúmleg 26% af því fé sem sjóðurinn lagði til Play.
Gengið í Play hefur fallið um 10% frá því að félagið skilaði döprum ársreikningi. Gengið er nú 12,6 kr. á hlut en var 18 kr. í fyrsta útboðinu sumarið 2021. Í haust fór félagið í annað hlutafjárútboð sem enginn tók þátt í fyrir utan stærstu hluthafana sem skráðu sig fyrir fram fyrir hlut. Þar á meðal var Birta lífeyrissjóður. Gengið í þessu útboði var 14,6 kr. á hlut, svo það hefur aðeins bæst við tap Birtu.
Aðrir hluthafar eru fyrst og fremst þekktir aðilar úr hlutabréfabraski. Aðrir lífeyrissjóðir en Birta hafa ekki haft trú á viðskiptamótdelinu á bak við Play. Hluti þess er að neyða starfsfólkið til að vera í verkalýðsfélagi, sem í reynd er stýrt af félaginu sjálfu. Þetta er gert til að berja niður launakjör starfsmanna, sem er verri hjá Play en Icelandair.