Fölsun upplýsinga í áróðurskyni: „Aðferðarfræðin er okkur kunn“

Þetta segir Þorsteinn Már, forstjóri Samherja í opnu bréfi og sakar hann íslenska blaðamenn um það sem hann sjálfur kallar kunnuleg, óheiðarleg vinnubrögð hann bíður eftir afsökunarbeiðni.

Tilefni bréfaskriftanna er önnur afsökunarbeiðni sem Þorsteinn knúði fram frá norska dagblaðinu Aftenposten vegna þess sem kallað er ónákvæmni í umfjöllun blaðsins og snéri að meintri spillingu Samherja.

Vill fleiri afsökunarbeiðnir

„Aftenposten, sem er einn virtasti fjölmiðill Noregs, lét villa um fyrir sér en hafði kjark og burði vandaðs fjölmiðils til þess að leiðrétta rangfærslurnar,“ segir Þorsteinn. Honum finnst afsökunarbeiðni Aftenposten mikilvægur áfangi fyrir Samherja sem hann kallar „óvæntan bandamann frá Noregi“ sem taki nú undir þeirra málstað. Fordæmir hann að íslenskir fjölmiðlar hafi fjallað um greinina gagnrýnislaust og jafnvel notfært sér efni hennar til að byggja á fréttir með aukinni vigt. Þorsteinn segir frá aðferð sem notuð sé til þess að falsa upplýsingar einhverskonar upplýsingaþvætti en slíkt þekki Samherjamenn vel.

„Aðferðafræðin er okkur kunn; greinum er komið á framfæri við erlenda fjölmiðla og þær síðan fluttar á ný á Íslandi“

Bréfið má lesa hér

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí