Play hrapar í kauphöllinni

Gengi hlutabréfa Play heldur áfram að falla í kauphöllinni. Hægt er að kaupa bréf á 9,90 kr. á hlut en í fyrsta útboðinu voru bréfin á 18 kr. Þegar stærstu hluthafar bættu í og lögðu til nýtt hlutafé í haust var það gert á 12,60 kr. á hlut. Hluthafar hafa því tapað miklu fé á Play, um 8.,5 milljarðar króna hafa gufað upp.

Hér má sjá þróun gengis Play frá því fyrirtækið var skráð á FirstNorth hluta kauphallarinnar.

Gengi bréfanna hékk nálægt seinna útboðsgenginu í haust og fram yfir áramót. En þegar slæmt uppgjör fyrir árið 2022 var birt féll gengið og heldur áfram að falla, virðist ekki finna botn.

Fáir lífeyrissjóðir eru eigendur að hlutabréfum í Play. Birta er þó þar inni og hefur þegar tapað um 585 m.kr. á þessari fjárfestingu. Það mun skerða lífeyrisréttindi þeirra sem eiga fé inn í Birtu.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí