Play hrapar í kauphöllinni

Gengi hlutabréfa Play heldur áfram að falla í kauphöllinni. Hægt er að kaupa bréf á 9,90 kr. á hlut en í fyrsta útboðinu voru bréfin á 18 kr. Þegar stærstu hluthafar bættu í og lögðu til nýtt hlutafé í haust var það gert á 12,60 kr. á hlut. Hluthafar hafa því tapað miklu fé á Play, um 8.,5 milljarðar króna hafa gufað upp.

Hér má sjá þróun gengis Play frá því fyrirtækið var skráð á FirstNorth hluta kauphallarinnar.

Gengi bréfanna hékk nálægt seinna útboðsgenginu í haust og fram yfir áramót. En þegar slæmt uppgjör fyrir árið 2022 var birt féll gengið og heldur áfram að falla, virðist ekki finna botn.

Fáir lífeyrissjóðir eru eigendur að hlutabréfum í Play. Birta er þó þar inni og hefur þegar tapað um 585 m.kr. á þessari fjárfestingu. Það mun skerða lífeyrisréttindi þeirra sem eiga fé inn í Birtu.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí