Þetta eru þingmennirnir sem voru fjarverandi í gær: „Hvar var allt þetta fólk eiginlega?“

Björn Birgisson, samfélagsrýnir frá Grindavík, vekur athygli á því á Facebook að ekki nóg með að stjórnarliðar hafi kosið að halda leynd yfir skýrslu um Lindarhvol, þá hafi einnig fjöldi þingmanna í stjórnarandstöðunni verið fjarverandi þegar kosið var um málið í gær. Alþingi kaus í gær gegn því að leyfa Jóhanni Páli Jóhannssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, að leggja fram fyrirspurn um innihald greinargerðar fráfarandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol.

Björn birtir lista yfir þá þingmenn sem voru fjarverandi í gær, sem sjá má hér fyrir neðan, og skrifar: „Líklega litu margir á atkvæðagreiðslurnar á Alþingi í gær sem nokkurs konar  uppgjör við leyndarhyggjuna og spillinguna sem þrífst dável í skjóli hennar og hefur sunkað Íslandi niður eftir öllum listum sem mæla spillingu í veröldinni.

Sérstaka athygli vakti að tæpur þriðjungur þingheims var „fjarverandi“ og tók ekki þátt í þessu uppgjöri, sem varð svo þinginu til ævarandi skammar.

Varðstaða stjórnarliða um Bjarna Benediktsson er orðin að aðhlátursefni langt út fyrir 200 mílna landhelgismörkin!

Hér að neðan er listi af vef Alþingis yfir þá þingmenn sem ekki greiddu atkvæði í gær vegna fjarveru.

Hvar var allt þetta fólk eiginlega?“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí