Vilja fá innlend greiðslukort eftir sölu á greiðslumiðlun til útlanda

Bankakerfið 15. mar 2023

Í yfirlýsingu sinni í morgun áréttar fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans mikilvægi þess að komið verði á fót óháðri innlendri smágreiðslulausn, það er innlendu greiðslukortum eftir að bankarnir seldu greiðslumiðlunarfyrirtæki sín úr landi.

Nendin. segist styðja þau skref sem þegar hafa verið tekin að því marki. „Æskilegt er að þeirri vinnu verði hraðað eins og kostur er og að niðurstaða fáist innan árs,“ segir í yfirlýsingunni.

Í nýj­asta hefi Fjár­mála­stöðug­leika sem kom út í morg­un segir að stærsti hluti innlendrar smágreiðslumiðlunar eða um og yfir 90% fer fram með greiðslukortum (Visa og MasterCard) eða snjallforritum sem byggjast á tengingum við þau, um 8% á sér stað með notkun reiðufjár og tæplega 2% fer eftir öðrum leiðum.

„Greiðslukort eru því lykilþáttur í rafrænni greiðslumiðlun hér á landi en í dag fara um 99% allra greiðslukortafærslna, bæði heimildagjöf og jöfnun í gegnum erlenda innviði kortasamteypanna. Þessi framkvæmd er til þess fallin að skerða viðnámsþrótt smágreiðslumiðlunar hér á landi, t.d. ef höfð eru í huga sjónarmið um að tryggja virkni innlendrar smágreiðslumiðlunar ef upp kemur þjónusturof s.s. vegna rofs á netsambandi, rafmagnsleysis, netárásar eða ef upp kemur viðskipta- eða alþjóðastjórnmálalegur ágreiningur sem haft getur alvarlegar afleiðingar líkt og dæmin sanna. Af þessum sökum er talið nauðsynlegt að innleiða hér á landi innlenda óháða greiðslulausn til viðbótar við núverandi greiðslulausnir, þar sem innlendir innviðir eru nýttir og með því efla viðnámsþrótt íslenskrar smágreiðslumiðlunar.

Í skýrslu þjóðaröryggisráðs frá því í desember 2022 er lögð áhersla á að komið verði á greiðslulausn hér á landi sem allra fyrst, þar sem greiðslur og uppgjör fari alfarið fram með notkun á innviðum undir innlendri stjórn og sem hvorki sé háð fjarskiptum til og frá landinu né mögulegum inngripum af hálfu erlendra aðila. Tekin hafa verið fyrstu skref í átt að slíkri innlendri óháðri greiðslulausn m.a. með endurskipulagningu á rekstri íslenskra fjármálainnviða og innleiðingu nýrra innlánakerfa sem eru forsenda farsællar lausnar. Þá hefur Seðlabankinn birt umræðuskýrslu um innlenda, óháða smágreiðslulausn á vef bankans sem byggir á störfum vinnuhóps sem starfaði á hans vegum og kortlagði íslenskan greiðslumiðlunarmarkað, greindi mögulegar áhættur í smágreiðslumiðlun o.fl. og lagði mat á mögulegar leiðir til innleiðingar innlendrar óháðrar smágreiðslulausnar.“

Seðlabankinn leggur til tvo kosti: Íslenskt debetkort, ekki ósvipað Dankort sem notað er í Danmörku, þar sem þjónustugjöld eru lág. Eða smágreiðslur milli bankareikninga með öðrum hætti, t.d. með símum.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí