Fyrrum hermenn dæmdir fyrir morðið á Víctor Jara

Hæstiréttur í Chile dæmdir sjö fyrrum hermenn fyrir morðin á söngskálinu Víctor Jara og fangelsisstjóranum Littré Quiroga fimm dögum eftir valdarán hersins fyrir rétt tæpri hálfri öld, 11. september 1973.

Víctor Jara og Littré Quiroga voru fluttir ásamt um fimm þúsund öðrum stuðningsmönnum sósíalíska forsetans Salvador Allende á íþróttaleikleikvanginn Estadio Chile strax eftir valdaránið og andlát Allende. Þar voru þeir teknir úr fjöldanum, pyntaðir, drepnir og dysjaðir. Jara fyrir að hafa sungið eldmóð í brjóst alþýðunnar en Quiroga fyrir að hafa sinnt embættisskyldum sínum, m.a. fyrir að hafa fangelsað hershöfðingjann Roberto Viaux fyrir mislukkað valdarán 1970.

Jara var 40 ára þegar hann var myrtur og Quiroga 33 ára. Hermennirnir spörkuðu í þá og börðu með hnefum og byssuskeftum og skutu þá síðan. Á líki Jara voru 56 beinbrot og merki um 44 byssuskot. Á líki Quiroga voru 47 beinbrot og merki um 23 byssuskot. Þeir létu eftir sig eiginkonur og ung börn.

Fyrrum hermennirnir sjö voru dæmdir í 15 ára fangelsi fyrir morð og 10 ára fangelsi fyrir mannrán.

Estadio Chile íþróttaleikvangurinn heitir í dag Estadio Víctor Jara.

Valdaránið í Chile var framið með velvilja og stuðningi ríkisstjórnar Bandaríkjanna og aðgerðir herforingjastjórnarinnar til að kveða niður andspyrnu og berja niður sósíalíska hreyfingu í Chile voru eftir forskrift og leiðbeiningu bandarísku leyniþjónustunnar.

Hér er myndband af youtube yfir söng Víctor Jara á Manifestói sínu:

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí