Fyrr í dag reyndi Haraldur Ingi Þorleifsson að auglýsa Indó, bankann sem hann á hlut í ásamt Engeyingum og mörgum helstu gerendum síðasta bankahruns, á Twitter. Það fór ekki betur en svo að innan skamms var hann var farinn að rífast við netverja um hvor hafi verið verstur: Winston Churchill, Vladimir Lenín eða Adolf Hitler. Niðurstaða Haraldar kemur ef til vill sumum á óvart, en hann telur þremenningana hvor öðrum verri og gerir engan sérstakan greinarmun á þeim þremur.
Rifrildið hófst þegar einn netverji spurði Harald hvort hann hefði lesið bók Leníns um heimsvaldastefnuna. Því svaraði Haraldur: „Nei, og ég hef ekki heldur lesið Mein Kampf.“ Sumum netverjum virðist Haraldur ganga þarna full langt, því einungis önnur af þessum tveimur bókum inniheldur hatursorðræðu. Haraldur gaf sig þó ekki og sagði Sovíet-Kommúnisma og Þriðja ríkið ekki svo ólík samfélög.
„En hvað með Churchill?,“ spurðu þá netverjar, því ekki hefur hann færri líf á samviskunni. Skemmst er þar að nefna manngerðu hungursneyðina í Bengal árið 1943. Hungursneyðar sem Churchill grínaðist með enda sagðist hann hata Indverja. Þeirri spurningu svarar Haraldur: „Churchill var enn annar fjöldamorðinginn.“