Haraldur segir að Churchill, Lenín og Hitler hafi verið jafn vondir

Haraldur Þorleifsson

Fyrr í dag reyndi Haraldur Ingi Þorleifsson að auglýsa Indó, bankann sem hann á hlut í ásamt Engeyingum og mörgum helstu gerendum síðasta bankahruns, á Twitter. Það fór ekki betur en svo að innan skamms var hann var farinn að rífast við netverja um hvor hafi verið verstur: Winston Churchill, Vladimir Lenín eða Adolf Hitler. Niðurstaða Haraldar kemur ef til vill sumum á óvart, en hann telur þremenningana hvor öðrum verri og gerir engan sérstakan greinarmun á þeim þremur.

Rifrildið hófst þegar einn netverji spurði Harald hvort hann hefði lesið bók Leníns um heimsvaldastefnuna. Því svaraði Haraldur: „Nei, og ég hef ekki heldur lesið Mein Kampf.“ Sumum netverjum virðist Haraldur ganga þarna full langt, því einungis önnur af þessum tveimur bókum inniheldur hatursorðræðu. Haraldur gaf sig þó ekki og sagði Sovíet-Kommúnisma og Þriðja ríkið ekki svo ólík samfélög.

https://twitter.com/iamharaldur/status/1696648613928006067

„En hvað með Churchill?,“ spurðu þá netverjar, því ekki hefur hann færri líf á samviskunni. Skemmst er þar að nefna manngerðu hungursneyðina í Bengal árið 1943. Hungursneyðar sem Churchill grínaðist með enda sagðist hann hata Indverja. Þeirri spurningu svarar Haraldur: „Churchill var enn annar fjöldamorðinginn.“

https://twitter.com/iamharaldur/status/1696943077674369316?s=20

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí