Steinunn segir Katrínu úti á túni: „Halló!!! Hún veit ekki hvað hún er að gera!“

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona segir að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra virðist ekkert vita hvað hún er að gera, í ljósi þess að Katrín segist nú hafa spurningar um útlendingalögin sem hún hafði sjálf forystu um að setja. Steinunn skrifar harðorða pistil þar sem hún dregur Katrínu og Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra sundur og saman í háði. Steinunn hæðist sérstaklega að tilraunum þeirra til að búa til ný orð yfir fangabúðir. Guðrún hefur lýst því yfir að hún vilji koma á fót fangabúðum fyrir flóttamenn, þó henni virðist ekki hugnast nafnið á fyrirbærinu.

Hér fyrir neðan má lesa pistil Steinunnar í heild sinni.

Athugið!!! Ástin sigrar allt! Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi! Aldrei gleyma því!

Svokallaðar brottfarabúðir að fyrirmynd nágrannaþjóða okkar, hugnast

ekki endilega vorum forsætisráðherra Katrínu Jakobsdóttur, enda segir

hún það alveg skýrt að ekki sé hægt að veita því fólki sem hefur

fengið synjun um landvist hér, þjónustu eftir að slíkur úrskurður

hefur fallið.

Ég sé ekki skýrleikann í þessari röksemdafærslu. Þetta er aldeilis

óskýrt. Engin rök réttlæta það að senda manneskjur út á Guð og

gaddinn. Aldrei. Hvergi.

Brottfararbúðir. Öllum nöfnum má nú kalla hlutina, en við skulum

staldra við orðaval forsætisráðherra. Brottafararbúðir. Og hugsa.

Hverjum dettur svona þvælusalad í hug? Forsætisráðherra sjálfri? PR

teymi ráðuneytissins. Eru allir gengnir af göflunum?

Dómsmálaráðherra Guðrún Hafsteinsdóttir bætir um betur og nefnir það búsetuúrræði með takmörkunum og þá erum við ekki að tala um,

gluggaleysi eða skerta salernisaðstoðu, heldur útskýrir

Dómsmálaráðherra að takmarkanirnar snúist um aðgang. Aðgangsskert

búsetuúrræði þar sem fólk er ekki frjálst ferða sinna, samkvæmt

orðanna hljóðan, en Dómsmálaráðherra þvertekur samt fyrir að slík

úrræði séu flóttamannabúðir. Heyriði falskt fiðlusurgið?

Ding dong dinga linga ling búsetuúrræði væri betra að kalla það.

Heiðarlegra hefði verið ef þær hefðu svarað svo til: ,,Við erum

hjartalausir róbótar sem erum að keyra handónýtt forrit enda erum við

ekki lengur manneskjur og skiljum ekki afleiðingar gjörða okkar. “

Búsetuúrræði með takmörkunum. Stöldrum við orðaval Dómsmálaráðherra. Og hugsum.

Íverustaður þar sem fólk er ekki frjálst ferða sinna þýðir einfaldlega, að fólk er

frelsissvipt og fangelsað. Og flóttafólki sem komið er fyrir í slíkum

úrræðum ER frelsissvipt og fangelsað. Þetta ERU fangabúðir. Þar eru

verðir sem gæta ferða þinna.

Dómsmálaráðherra segir lögin um brottvísun virka. Og halda skuli þeim

til streitu. Eflaust þess vegna. Hversu vel þau virka. Hversu VEL þau

virka! Lögin sem Katrín Jakobsdóttir hafðu forystu um, en hefur núna

spurningar um. Halló!!! Hún veit ekki hvað hún er að gera!

Á gangstétt sitja konur og menn með farangur sinn og gráta. Úrskurður

hefur fallið. Þau fá ekki landvistarleyfi og nú 30 dögum síðar er þeim

vísað út á stétt.

Fólk er aldrei ólöglegt. Aldrei. Hvergi. Að vera til og búa einhverstaðar er réttur hvers manns.

Þessi lög eru ekki að virka. Það sjá allir.

Guðrún Hafsteinsdóttir og Katrín Jakobsdóttir. Leggið andlitin á minnið,

framkomu þeirra og talsmáta. Sem víti til varnaðar. Hvar er maður

staddur í veröldinni þegar maður kemur svona fram við aðra? Þegar

maður þvaðrar tóma vitleysu með hræðilegum afleiðingum fyrir bræður

sínar og systur? Við þekkjum öll svona fólk. Við höfum öll á

einhverjum tímapunkti verið slíkar manneskjur og þóst æðri öðrum.

Fæst okkar hafa reyndar völd sem heitið getur svo að baneitrað ruglið

eitrar bara fyrir okkur sjálfum og smækkar og étur okkur að innan.

Katrín og Guðrún eru ljósmyndir af angistinni. Sársaukanum hið innra.

Því ef maður kemur svona illa fram við aðra er maður vesælli en allt

sem vesælt er. Við skulum vorkenna þeim en ekki hata þær. Þær eiga

bágt. Mjög bágt. Við skulum biðja trúaða að biðja fyrir þeim. Hugsa fallega til þeirra.

Þetta eru valdakonur og eru ekki bara að nöldra við kaffivélina í

fáfræði og hroka. Þessar konur víla ekki fyrir sér að níðast á öðrum,

fangelsa fólk og frelsissvipta, fyrir það eitt að vilja ekki fara

héðan.

Þær fara með völd sem þær hanga á eins og hundar á roði. Enda halda

þær greinilega að þær eigi ekkert annað. Og þá meina ég ekkert, sem

er einhvers virði Þær eiga hinsvegar ekki roð í mennskuna sem þær

hafa afsalað sér. Þær eru mennskuflóttamenn.

Við skulum berjast fyrir mennskunni með ástríkið að vopni. Við stöndum því með öllu fólki í neyð.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí