Uppfært bóluefni býðst sextugum og eldri frá september

Það undirafbrigði Omicron sem nefnt hefur verið Eris, tæknilega EG.5, hefur greinst tæplega 30 sinnum á Íslandi fram til þessa. Hitt afbrigðið sem WHO gefur nú sérstakan gaum, BA.2.86, hefur enn ekki greinst á landinu. Þetta kemur fram í svörum sóttvarnalæknis við fyrirspurn blaðamanns.

Eris er meðal undirafbrigða XBB kvíslarinnar af Omicron. Sóttvarnalæknir segir að gert sé ráð fyrir að uppfært bóluefni Pfizer sem sérstaklega er beint að XBB-afbrigðum berist til landsins í september og verði beitt við bólusetningar haustsins. Þær verða að hennar sögn fyrst og fremst ætlaðar 60 ára og eldri, auk áhættuhópa fyrir alvarlegri veikindum og heilbrigðisstarfsfólks.

Tvö afbrigði vekja eftirtekt

Spurningar þessa efnis voru bornar undir sóttvarnalækni í ljósi þess að heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi bregðast við yfirstandandi uppsveiflu í sýkingum, innlögnum og dauðsföllum af völdum Covid-19 með ólíkum hætti: í Bandaríkjunum er fyrirhugað að hvetja alla til örvunarbólusetningar með haustinu, en í Bretlandi aðeins sextuga og eldri, auk skilgreindra áhættuhópa. Ísland fer, samkvæmt svörum embættisins, að óbreyttu bresku leiðina í þessum skilningi.

Þá segir í svörum sóttvarnalæknis að leiðbeiningar um grímunotkun til almennings verði uppfærðar ef tilefni þykir til.

Afbrigðin tvö sem nefnd eru að ofan hafa nú sitt hvora stöðuna í eftirliti með faraldrinum: Eris er þegar í mikilli umferð víða um heim, og talið að nokkru leyti ábyrgt fyrir þeirri uppsveiflu smita sem þegar er til staðar. BA.2.86 er nýrra af nálinni, greindist raunar fyrst fyrir um viku síðan, en greindist víða um heim innan örfárra daga, sem gæti reynst vísbending um aukna getu þess til að yfirstíga fyrra ónæmi. Um það má lesa nánar í umfjöllun tímaritsins Nature.

Áhættuhópar

Meðal áhættuhópa vegna Covid-19 í gildandi leiðbeiningum sóttvarnalæknis hér á Íslandi eru sagðir aldraðir, barnshafandi konur, fólk með fíknsjúkdóma, geðraskanir, hjartasjúkdóma, krabbamein, langvinna lifrarsjúkdóma, langvinna lungnasjúkdóma, langvinna vöðva- og taugasjúkdóma, offitu, ónæmisbælingu, gigtar- og sjálfsónæmissjúkdóma, líffæraþegar, fólk með meðfædda ónæmisgalla, skerta nýrnastarfsemi eða sykursýki, ásamt börnum með langvinna lungnasjúkdóma, alvarlega hjartasjúkdóma, eða langvinna taugasjúkdóma.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí