„Markmið okkar með aðgerðunum var að varpa ljósi á hryllilegan raunveruleika hvalveiða Íslendinga. Eftir að við hættum okkar mótmælaaðgerðum héldu báðir bátar út til að veiða og hafa þegar þetta er skrifað drepið þrjár langreyðar. Þó okkur hafi tekist með mótmælaaðgerðum okkar að koma í veg fyrir að þeir drápu að minnsta kosti fjórar, tókst okkur því miður ekki að stöðva veiðarnar fyrir fullt og allt,“ skrifa þær Anahita Babaei og Elissa Bijou í þakkarbréfi til Íslendinga, en þær dvöldu í möstrum hvalbátanna fyrr í vikunni og töfðu brottför þeirra.
Þær stöllur skrifa saman grein á Vísi, sem þær nefna: Yfirlýsing frá Anahitu Babaei og Elissu Bijou
„Móðir jörð og veðurguðirnir gera bátum Kristjáns Loftssonar erfitt fyrir með því að hræra í vindi og sjó. Það er mjög ólíklegt að honum takist að ná kvóta sínum vegna slæms veðurs og ferðalaga hvalanna frá Íslandsmiðum á þessum árstíma,“ segja þær seinna í greininni.
„Það er einlæg von okkar að fólk sem fylgdist með okkur og sem lætur sér málefnið varða og vilja stöðva hvalveiðar og vernda þessar mikilfenglegu skepnur taki höndum saman og krefjist þess að stjórnvöld stöðvi þessar ónauðsynlegu og hryllilegu veiðar strax.
Ef þú vilt að hvalveiðar verði stöðvaðar þá getur þú skrifað til ráðherra í ríkisstjórn Íslands og/eða tjáð þig við færslur þeirra á samfélagsmiðlum, biðlaðu til þeirra að stöðva þessar veiðar.
Með þökk fyrir allt, stöðvum hvalveiðar núna!“
Hér er hlekkur á undirskrifarsöfnunina: Ban whaling in Iceland. Þegar þetta er skrifað hafa tæplega 600 þúsund manns skrifað undir.