Segir PISA til marks um djúpan vanda: Fólk lesi ekki bara lítið heldur þegi of mikið

Niðurstöður PISA-könnunarinnar á lesskilningi, stærðfræðilegum skilningi og vísindalegum skilningi íslenskra barna, eru til marks um menningarrof og djúpstæðan samfélagslegan vanda, sagði Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur og varaþingmaður Samfylkingarinnar, í þingræðu um málið í dag, miðvikudag.

Á þingfundi þessa miðvikudags eru tveir eiginlegir dagskrárliðir – sá síðari er umræða um fjárlög, sem vænta má að verði innihaldsrík, bitastæð og haldi þræði mili ræðumanna og milli daga. Fyrri dagskrárliðurinn var hins vegar sá sem heitir „störf þingsins“ þar sem þingmenn viðra skoðanir sínar á einu og öðru, í tveggja mínútna löngum ræðum, án þess að þeim sé svarað eða úr verði samræða. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, talaði þannig um umfjöllun Kveiks um gjaldmiðlamál á þriðjudag, Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, um nýbirta skýrslu ÖBÍ um stöðu og kjör öryrkja, og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, um stöðu fangelsismála, svo dæmi séu tekin.

Guðmundur Andri Thorsson, varaþingmaður Samfylkingar, átti síðustu ræðuna í þessari umræðu, og var sá eini sem tók nýbirta PISA-skýrslu til umfjöllunar. Guðmundur Andri sagði skýrsluna ekki aðeins vera vitnisburð um ólæsi og „sinnuleysi um gildi lestrar og gildi menntunar“ heldur til marks um djúpstæðan samfélagslegan vanda, menningarrof sem orðið hafi í íslensku samfélagi, þar sem fólk noti ekki lengur tungumál til tjáskipta í sama mæli og áður. Þingmaðurinn sagði:

„Við getum öll séð fyrir okkur mynd af nútímafjölskyldu sem samanstendur kannski af fimm eða sex einstaklingum, sitja í einu rými og grúfa sig allir ofan í símana, þegjandi, nema ef til vill hundurinn sem ekki hefur enn verið hlekkjaður við skjá. Hér er lykilorðið „þögn“. Fólk notar ekki tungumálið til samskipta sín á milli í sama mæli og það gerði nema ef til vill til að skiptast á stuttum athugasemdum.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí