Chris Smalls kemur á Sósíalistaþing

Sósíalistaþing verður haldið í dag. Sósíalistaþing er árleg uppskeruhátíð almennings á Íslandi sem berst fyrir betri lífskjörum. Í ár byrjar þingið í Tjarnarbíó þar sem tveir af öflugustu foringjum hinnar alþjóðlegu verkalýðsbaráttu, Chris Smalls formaður Amazon Labour Union og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, taka sviðið og tala um stéttabaráttu okkar tíma.

Eftir baráttufundinn í Tjarnarbíó verður opnunarhátíð Vorstjörnunnar – Alþýðuhúss, félagsheimilinu ýmiss félagssamtaka í Bolholti 6. Þar verður kynnt þau félög sem eiga heima í Alþýðuhúsinu og rætt baráttu þeirra. Hvað viltu vita um Sósíalistaflokkinn, Samstöðina, Leigjendasamtökin, Unga Sósíalista, Sósíalíska feminista, Immigrants of Iceland/Innflytjendur á Íslandi, Vorstjörnuna eða PEPP -félag fólks í fátækt? Um kvöldið verður svo ball í Alþýðuhúsinu.

Allir viðburðir eru opnir og ókeypis og eru allir sósíalistar og velviljað fólk velkomið.

Dagskrá Sósíalistaþings:

10:00-12:00
Tjarnarbíó: Baráttufundur. Morgunverðarhressing og fundur með Chris Smalls og Sólveigu Önnu. Umræður í panel að loknum erindum.

13:00-17:00
Vorstjarnan – Alþýðuhús: Uppskeruhátíð í Bolholti 6

13:30-15:00
Baráttuleiðir Alþýðunnar. Umræðupanell með Félaginu Ísland Palestína, Samtökum leigjenda á Íslandi og Stjórnarskrárfélaginu.

15:00-17:00
Opið hús og samtal við félagasamtökin í Alþýðuhúsinu, lifandi tónlist og léttar veitingar

16:00
Opnun Gluggagallerísins Stéttar.
Verk eftir: Libia Castro & Ólafur Ólafsson, Steingrímur Eyfjörð, Jón Óskar, Ingibjörg Magnadóttir, Þrándur Þórarinsson, Hildur Hákonardóttir, Sigrún Hrólfsdóttir, Sara Björnsdóttir og Egill Sæbjörnsson.

21:00-24:00
Sósíalistaball með DJ og skemmtiatriðum, snarl og drykkir í boði.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí