Erum langt á eftir hinum Norðurlöndunum

Halla Hrund Logadóttir Framsóknarflokki spurði Ölmu D. Möller hvað hún hyggist gera vegna þess hversu marga lækna vantar hér og þar um landið, ekki síst á Suðurlandi.

„Það er innviðaskuld í heilbrigðiskerfinu þegar kemur að mönnun, þegar kemur að húsnæði og þegar kemur að rafrænum kerfum. Við megum aldrei sofna á verðinum við að byggja undir heilbrigðiskerfið, það er okkur öllum mikilvægt. Þegar kemur að heimilislæknum þá erum við með 57 á 100.000 íbúa meðan Norðurlöndin eru með yfir 80 þannig að hér er aldeilis verk að vinna,“ sagði heilbrigðisráðherra.

„Það er að sjálfsögðu verið að mennta fleiri heimilislækna en það tekur tíma og á meðan þarf að grípa til annarra aðgerða. Það er auðvitað á ábyrgð forstjóra heilbrigðisstofnunar að manna hana og ég veit að viðkomandi forstjóri er að gera margt í þeim efnum. Eins og nefnt var þá eru verktakar, það er verið að semja við erlend mönnunarfyrirtæki o.s.frv. Ég hreyfði þessu máli þegar á síðasta ári milli jóla og nýárs, við höfum auðvitað ákveðna hvata í t.d. lögum um Menntasjóð námsmanna um endurgreiðslu námslána. Það þarf að útfæra það betur og í samtali við ráðuneyti ráðherra háskólamála.

Síðan er auðvitað mjög margt annað, t.d. skattaívilnanir, sveitarstjórnir eru með okkur í því t.d. að útvega húsnæði og síðan er auðvitað á stefnuskrá ríkisstjórnar að auka aðgengi á landsbyggðinni með mörgum öðrum leiðum. Það er t.d. með tilfærslu starfa milli stétta, með því að styrkja sjúkraflutninga, með því að auka fjarheilbrigðisþjónustu og margt fleira. Þetta er því brýnt mál til skemmri tíma en líka til lengri tíma,“ sagði Alma D. Möller heilbrigðisráðherra.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí