Evrópa þéttir raðirnar
„Nú er ég búin að horfa þrisvar á móttökurnar sem Zelensky fékk í beinni útsendingu í Hvíta húsinu í gær hjá forseta og varaforseta Bandaríkjanna og ónotatilfinningin verður sífellt sterkari. Mér virðist einsýnt að fyrrum leiðtogar hins frjálsa heims hafi endanlega kastað inn handklæðinu og vel það,“ skrifar Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra.
„Ég er þess vegna ánægð með viðbrögð Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sem báðar lýstu yfir afdráttarlausum stuðningi við Úkraínu. Það er líka mikilvægt að ríkisstjórn Íslands kynnti fyrir nokkrum dögum aukinn varnartengdan stuðning við Úkraínu í samfloti með öðrum Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum.
Leiðtogar Evrópu hafa brugðist við uppákomunni í Hvíta húsinu í gær með mjög afgerandi hætti. Evrópa er að þétta raðirnar og það má kannski þakka Trump og Vance fyirr það.“
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.
Þitt framlag skiptir máli.
Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward