Guðrún Hafsteinsdóttir, nýkjörin formaður Sjálfstæðisflokksins, og Jens Garðar Helgason, nýkjörin varaformaður flokksins hafa bæði komið ákveðið að starfseminni í Borgartúni 35, „Húsi atvinnulífsins“.
Guðrún var formaður Samtaka iðnaðarins og varaformaður Samtaka atvinnulífsins.
Jens Garðar var formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegsins og sat í framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins.
Í Borgartúni 35 starfar fólk sem er í hagsmunagæslu fólks og fyrirtækja. Þó ber að geta þess að það á helst við stór fyrirtæki. Þau minni eiga kannski ekki greiðan aðgang að B 35. Guðrún hefur sagt að sér hafi blöskrað óhefluð orð andstæðinga á fundi um kjaramál. Að fulltrúar vinnandi fólks hafi ekki valið orð sem Guðrún sjálf hefði aldrei gert.
Niðursaðan er sú að ný forysta Sjálfstæðisflokksins er fjær hinum vinnandi manni en sú sem áður var. Að veit ekki á gott. Reyndar er Sjálfstæðisflokkurinn valdalaus sem stendur. Þó með örfáum undantekningum, þar sem flokkurinn hefur einn og einn bæjarstjóra.