Hágrátið í Mogganum

Eins og við var að búast er grenjað vítt og breytt í Mogganum. Flestir dálkar eru brúkaðir fyrir grátinn ógurlega. Staksteinar dagsins eru þar á meðal.

„Ráðherr­ar gefa ekk­ert fyr­ir ábend­ing­ar þeirra sem starfa við sjáv­ar­út­veg eða stýra sjáv­ar­byggðum um að tvö­föld­un veiðigjalda muni hafa al­var­leg­ar af­leiðing­ar fyr­ir grein­ina og byggðirn­ar.

Ísfé­lagið er eitt þriggja skráðra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja í Kaup­höll Íslands og for­stjóri þess, Stefán Friðriks­son, sagði í af­komu­til­kynn­ingu í gær að ljóst væri að „af­koma grein­ar­inn­ar megi ekki við frek­ari kostnaðar­hækk­un­um þegar tekið er til­lit til nauðsyn­legra fjár­fest­inga og eðli­legr­ar af­komu grein­ar­inn­ar.

Eng­ar til­raun­ir hafa verið gerðar til að skoða áhrif þess­ara skatta­hækk­ana á at­vinnu­grein­ina og sam­keppn­is­hæfni henn­ar. Hærri skatt­ar á fyr­ir­tæki minnka mögu­leika þeirra á að fjár­festa í betri rekstri og draga úr getu fyr­ir­tækja til að gera bet­ur. Þarna eru því áform um að slátra mjólk­ur­kúnni.“

Þar segir einnig: „Síld­ar­vinnsl­an er annað skráð fé­lag í Kaup­höll­inni og fram­kvæmda­stjóri þess, Gunnþór Ingva­son, sagði í Dag­mál­um Morg­un­blaðsins að þessi mikla skatta­hækk­un þýddi að það yrði að hagræða. Hann sagðist til dæm­is sjá fyr­ir sér að vinnsl­um mundi fækka.

Aug­ljóst er að færri störf verða eft­ir í sjáv­ar­út­vegi með slíkri skatta­hækk­un og sjáv­ar­byggðirn­ar munu gefa eft­ir. Telja stjórn­völd það eft­ir­sókn­ar­verða þróun?“

Það var og. Skrif ámóta þessu er að finna víðar í Mogganum. Víst er að greinunum mun fjölga. Og það hratt og örugglega.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí