Er betra að allir tapi en einhver hagnist?

„Yfirlæti, popúlismi og dónaskapur ráðherra og fulltrúa ríkisstjórnarinnar gagnvart Íslendingum í þessu máli er svo yfirgengilegur að ég óttast að sú sátt sem sennilega flestir vilja ná um sjávarútveginn færist fjær okkur en ekki nær okkur með þessu frumvarpi. Slík var hræðslan við málefnalega umræðu að vika var talin hæfilegur umsagnartími í þessu máli, vika. Mögulega væri hægt að hafa viku umsagnarfrest í máli sem augljóslega allir eru sammála um, en í svona risastóru máli er það ekki til að reyna að ná sátt um málið. Svona vinnubrögð eru auðvitað ekkert annað en yfirlýsing um að það sé enginn áhugi á að frumvarpið verði að góðum lögum. Tilgangurinn virðist alfarið sá að slá pólitískar keilur,“ sagði Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Miðflokki á Alþingi,

„Fulltrúum ríkisstjórnarinnar hefur verið tíðrætt um einhverja skoðanakönnun þar sem því er haldið fram að um 90% landsmanna séu hlynnt hærri veiðigjöldum. Enginn veit hver spurningin var. Enginn veit niðurstöðuna um hversu mikil hækkun var talin ásættanleg. Kannski var ekki spurt um það en niðurstaðan gaf ríkisstjórninni byr undir báða vængi, að það væri nú pólitískt gott að klára þetta mál og leyfa sér ítrekað að halda því fram að út frá þessari skoðanakönnun sé þjóðin hlynnt þessu frumvarpi.

Stóra vandamálið er að spurningin hvort fólk sé sammála hærri veiðigjöldum og hvort fólk sé sammála frumvarpinu er tvennt algjörlega ólíkt. En ríkisstjórnin telur mikinn meðbyr með frumvarpinu og því spyr ég: Af hverju má þá ekki taka upplýsta umræðu, gefa eðlilegan umsagnarfrest, sýna greiningar á bak við þessa ákvörðun og vanda til verka svo að frumvarpið hafi ekki neikvæð áhrif og það verði raunhæfur möguleiki á að ná sátt um kerfið, ná sátt sem allir vilja ná um kerfið?“

Síðar í ræðu sinni sagði Nanna Margrét:

„Þvílíkur popúlismi. Hver er á móti því að borgað sé eðlilegt verð? Enginn. Spurningin er hins vegar sú: Hvað er eðlilegt verð og hvenær förum við að skemma fyrir með óvandaðri og illa ígrundaðri lagasetningu? Ef þetta er viðhorfið, að sjávarútvegurinn snúist um 15 fjölskyldur, þá er ég ekki hissa á að þetta frumvarp sé komið fram með öllum þeim göllum sem því fylgja. Þvílík staðhæfing gagnvart skattspori greinarinnar, öllum sem lifa af sjávarútvegi og okkur öllum hinum sem tilheyra þeim rúmlega 100.000 fjölskyldum sem óbeint njótum góðs af íslenskum sjávarútvegi. Það eina sem vantar í ásakanir Flokks fólksins er að þau nafngreini þessar 15 fjölskyldur. Er kannski hugsunin að það sé betra að allir tapi frekar en að einhver hagnist?“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí