Ágúst Ólafur aðstoðar borgarstjóra

Ágúst Ólafur Ágústsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Heiðu Bjargar Hilmisdóttur borgarstjóra.

Ágúst Ólafur er fyrrverandi alþingismaður og efnahagsráðgjafi forsætisráðherra. Þá sat hann í bankaráði Seðlabanka Íslands í fjögur ár og gegndi meðal annars formennsku í viðskiptanefnd Alþingis, Evrópunefnd forsætisráðherra og í framkvæmdasjóði aldraða. 

Hann vann sem sérfræðingur á aðalskrifstofu Sameinuðu þjóðanna í New York og hefur að undanförnu stundað doktorsnám í opinberri stjórnsýslu. Samhliða hefur hann kennt við Háskóla Íslands ásamt því að sinna ráðgjafarstörfum meðal annars fyrir Sjúkraliðafélag Íslands, Rannsóknarsetur skapandi greina og Ljósið. 

Ágúst er menntaður lögfræðingur, hagfræðingur og stjórnsýslufræðingur og á sæti í stjórn Dýraverndarsambands Íslands og Evrópuhreyfingarinnar.

Ágúst er kvæntur Jóhönnu Bryndísi Bjarnadóttur, tannlækni og fyrrverandi formanni Tannlæknafélags Íslands. 

Ágúst Ólafur hefur störf á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara í Ráðhúsi Reykjavíkur þann 13. júní næstkomandi.

Katrín M. Guðjónsdóttir hefur beðist lausnar frá starfi.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí