Dagur B. Eggertsson skrifaði:
„Það eru ótrúlega spennandi verkefni framundan við að hrinda úr vör fjárfestingar og innviðátaki um land allt.
Um hvað snýst málið? Í samstarfsyfirlýsingu stjórnarflokkanna er lögð sérstök áhersla á að auka fjárfestingu í samgöngum og hefja kraftmiklar framkvæmdir um land allt. Rjúfa á kyrrstöðu í jarðgangagerð og vinna á viðhaldsskuld í vegakerfinu. Ráðist verður í mikilvægar úrbætur í samræmi við Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Verkefni sáttmálans eru á fleygiferð. Fossvogsbrú er komin í útboð. Tíðni eykst hjá Strætó
í ágúst og útfærslur á Sæbrautarstokki og Sundabraut verða fljótlega kynntar. Miklubrautargöngum ætti að flýta.
Hvernig erum við að skapa aðstæður til að gera þetta að veruleika? Í fyrsta lagi þurfum við að klára mál einsog kílómetragjald og fjármögnun með umferðargjöldum sem fyrri ríkisstjórn ætlaði að gera en gugnaði á. Þess vegna var allt stopp. Í ljósi farsællar sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, og langþráðs uppgjörs á fortíðarvanda Íbúðalánasjóðs, skapast færi til að taka til í skuldum ríkisins, endurfjármagna þær að hluta og vinna að hagstæðari vaxtakjörum. Einnig skapast svigrúm fyrir það fjárfestingar- og innviðaátak sem nú þarf. Við höfum allar forsendur til að fjárfestingar- og innviðaáætlun fyrir Ísland verði að veruleika. Allt um það í meðfylgjandi grein.“
