Hærri veiðigjöld borgi vegabætur

Dagur B. Eggertsson skrifaði:

„Það eru ótrúlega spennandi verkefni framundan við að hrinda úr vör fjárfestingar og innviðátaki um land allt.


Um hvað snýst málið? Í samstarfsyfirlýsingu stjórnarflokkanna er lögð sérstök áhersla á að auka fjárfestingu í samgöngum og hefja kraftmiklar framkvæmdir um land allt. Rjúfa á kyrrstöðu í jarðgangagerð og vinna á viðhaldsskuld í vegakerfinu. Ráðist verður í mikilvægar úrbætur í samræmi við Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Verkefni sáttmálans eru á fleygiferð. Fossvogsbrú er komin í útboð. Tíðni eykst hjá Strætó
í ágúst og útfærslur á Sæbrautarstokki og Sundabraut verða fljótlega kynntar. Miklubrautargöngum ætti að flýta.

Hvernig erum við að skapa aðstæður til að gera þetta að veruleika? Í fyrsta lagi þurfum við að klára mál einsog kílómetragjald og fjármögnun með umferðargjöldum sem fyrri ríkisstjórn ætlaði að gera en gugnaði á. Þess vegna var allt stopp. Í ljósi farsællar sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, og langþráðs uppgjörs á fortíðarvanda Íbúðalánasjóðs, skapast færi til að taka til í skuldum ríkisins, endurfjármagna þær að hluta og vinna að hagstæðari vaxtakjörum. Einnig skapast svigrúm fyrir það fjárfestingar- og innviðaátak sem nú þarf. Við höfum allar forsendur til að fjárfestingar- og innviðaáætlun fyrir Ísland verði að veruleika. Allt um það í meðfylgjandi grein.“ 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí