Jón kvartar undan ofbeldi í þingnefnd

„Ég vil einnig nefna það að maður upplifir vinnubrögðin í háttvirtri atvinnuveganefnd á þann veg að ekki sé hægt að líkja því við annað en algjört ofbeldi og það þegar svona grundvallarupplýsingar eru að koma fram nánast á síðustu klukkutímunum eins og eru að koma frá Skattinum, sem varða grundvallaratriði í þessu máli, og okkur er neitað um að fá þá á fund nefndarinnar,“ sagði Jón Gunnarsson Sjálfstæðisflokki á Alþingi rétt í þessu.

„Það er síðan hægt að nefna fjölda umsagnaraðila sem ekki hafa fengið tækifæri til að koma fyrir nefndina. Ég vil til að mynda nefna Byggðastofnun, þar sem eru sérfræðingar á þessu sviði, þegar kemur að byggðamálum í landinu — hafnað ítrekað. Fjármálafyrirtækin sem öll eru byrjuð að reikna sig inn í áhrifin af þessum veiðigjöldum á skuldastöðu fyrirtækja í mismunandi stærðum — hafnað. Svona getum við talið upp listann endalaust, virðulegur forseti, og ekki er hægt að líkja þessu við annað en algjört ofbeldi í vinnubrögðum. Fyrir utan það náttúrlega hversu hróplega óvönduð vinnubrögð er um að ræða í þessu mikilvæga máli,“ sagði Jón.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí