Karl Gauti segir Víði gefa fyrirmæli út um allan bæ

„Ég ætla aðeins að fjalla hér um störf þingsins að þessu sinni. Flest þekkjum við hvernig kýrnar láta þegar þeim er sleppt út í fyrsta skipti á vorin. Þær sletta úr klaufunum,“ sagði Karl Gauti Hjaltason Miðflokki á Alþingi í gær.

Hann hélt áfram:

„Tilburðir ríkisstjórnarinnar minna svolítið á þessi gleðilæti kúnna. Það eru einungis fimm mánuðir síðan þessi ríkisstjórn tók við völdum en hæstvirtir ráðherrar eru heldur betur búnir að traðka á túninu. Ekkert skattsvið samfélagsins fær frið fyrir sparki hæstvirtrar ríkisstjórnar; sjávarútvegurinn, landbúnaðurinn, ferðaþjónustan, hjón og sambúðarfólk, landsbyggðin, bifreiðaeigendur. Stórum málum er hent illa undirbúnum inn á þingið og ætlast til að þingið stimpli þau umræðulítið.

Nýjum málum, sem eru gríðarstór, er svo hent inn með engum fyrirvara og á meðan spóka forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar sig erlendis og skilja svo ekkert í því hvers vegna ekkert gangi hjá þeim hér heima. Það nýjasta á vettvangi ríkisstjórnarinnar er að formaður háttvirtrar allsherjar- og menntamálanefndar hefur gefið fyrirmæli út um allan bæ, og fólk er nú vant því að hlýða þeim formanni, þegar ljóst er að eini aðilinn sem getur frestað brottflutningi í þessu tilviki er og var hæstvirtur dómsmálaráðherra Viðreisnar.

Eini til þess bæri aðilinn í kerfinu til að fresta slíkum brottflutningi er ráðherra sjálfur. Maður áttar sig ekki alveg á samspili flokkanna í þessu máli þegar formaður allsherjar- og menntamálanefndar, þingmaður Samfylkingarinnar, er látinn vinna þetta verk sem ráðherra Viðreisnar var bær til að gera.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí