„Tíu þúsund tonn sem hverfa“

„Nú höfum við fengið fréttir af ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fyrir næsta fiskveiðiár sem hefst 1. september þar sem ráðgjöf um þorskstofninn lækkar úr 213.000 tonnum í 203.000 tonn. Það eru 10.000 tonn sem hverfa. Það er sama og aukningin sem er fyrirhuguð í strandveiðum á þessu fiskveiðiári, algerlega ábyrgðarlaust. Það er gert ráð fyrir að viðmiðunarstofn þorsks muni dragast enn meira saman á næstu árum þannig að við erum að nálgast það lágmark sem við höfum farið í þegar við settum fiskveiðistjórnarkerfið,“ sagði Jón Gunnarsson á Alþingi fyrir skemmstu.

„Árgangur 2021 kemur inn í veiðistofninn. Hann er á næsta ári sá slakasti í átta ár. Vöxtur árganganna 2019 til 2021, sem bera uppi núna viðmiðunarstofninn eða veiðistofninn, er mjög hægur vegna loðnubrests og alvarlegs ástands loðnustofns. Þetta á svo sem ekki að koma á óvart. Þetta hefur, fyrir alla sem þekkja til, legið í loftinu en eru óþægilegar fréttir. Það er auðvitað galið, virðulegur forseti, að við skulum vera hér með þessa atvinnugrein undir hnífnum við þessar alvarlegu aðstæður sem eru á þessum markaði. Ríkisstjórnin verður að fara að horfast í augu við þann raunveruleika að við erum að tala um undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar. Þetta getur ekki gengið, svona vinnubrögð,“ sagði Jón.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí