Segir skort á trúverðugleika í ríkisfjármálum

„Það eru blikur á lofti í víðu samhengi. Mikið hefur verið rætt um nýlegan dóm Hæstaréttar um ólögmæta skilmála bankana og fleiri dómar eiga jafnframt eftir að falla. En það er tvennt sem þarf að ræða sérstaklega,“ sagði Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Framsóknar, á Alþingi.

„Í fyrsta lagi er það með ólíkindum að árið 2025 komi í ljós að lánaskilmálar líklegra allra fjármálastofnana standist ekki kröfur um gegnsæi. Í öðru lagi hefur óvissa í efnahagslífinu aukist, m.a. vegna allt of hárra vaxta og verðhækkana. Húsnæðismarkaðurinn sýnir vel stöðuna; byggingarkostnaður hefur hækkað mikið á síðustu tveimur árum og margir verktakar eru farnir að draga saman seglin. Ný verkefni tefjast og fjármögnun er enn allt of dýr, arðsemi verkefna dregst saman og staðan er ekki sjálfbær. Það eru blikur á lofti; sterkt gengi krónu, óvissa í ferðaþjónustu, háir vextir, þrálát verðbólga, hátt húsnæðisverð og skortur á trúverðugleika í ríkisfjármálum. Þetta er ekki góð blanda, sama hvar í flokki menn standa.“

Mikið rétt. Þetta er vond blanda.

„Aukið aðhald og skilvirkni ríkisins er grundvallaratriði efnahagsmála. Ríkisreksturinn eru á viðkvæmu stigi. Tiltrú á hagstjórninni er ekki eins mikil og þörf er á. Þess vegna spyr ég: Hvar eru aðgerðir ríkisstjórnarinnar? Hvenær verða þær birtar? Alþingi verður að fá skýra mynd af hagræðingarverkefnum ríkisstjórnarinnar án tafar.

Virðulegur forseti. Ég hvet ríkisstjórnina til að leggja fram aðgerðir um hagræðingu og áform m.a. á húsnæðismarkaði eins fljótt og kostur er. Það verður að vera nægur tími til að ræða þær faglega hér á Alþingi og meðal hagsmunaaðila,“ sagði Þórarinn Ingi.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí