Ungverska þingið kýs reynslulausan forseta eftir barnaníðshneyksli

Ungverska þingið hefur kjörið Tamás Sulyok sem nýjan forseta Ungverjalands, eftir að Katalin Novak hrökklaðist úr embætti fyrr í þessum mánuði. Ástæðan fyrir því að Novak sagði af sér var sú að hún hafði náðið mann sem dæmdur hafði verið fyrir vitorð í barnaníðsmáli, eins og fjallað hefur verið ítarlega um hér á Samstöðinni. 

Nýji forsetinn, Sulyok, er alls óreyndur í stjórnmálum þrátt fyrir að vera orðinn nokkuð aldraður, 67 ára gamall. Hann er yfirdómari við stjórnlagadómstól Ungverjalands en þar var hann fyrst skipaður dómari árið 2014 og varð yfirdómari tveimur árum síðar. Sulyok er lítt þekktur meðal almennings í Ungverjalandi og kom tilnefning hans nokkuð á óvart. 

Stjórnarandstaðan í Ungverjalandi hefur gagnrýnt skipun Sulyok harkalega, enda sé hann með öllu óreyndur. Forseti Ungverjalands hefur þó takmörkuð pólitísk völd. Á fjórða þúsund manns mótmæltu útnefningu Sulyak síðastliðinn sunnudag eftir hvatningu stjórnarandstöðuflokkanna. 

Sulyok mun taka við forsetaembættinu í næstu viku, 5. mars. Hann var tilnefndur í síðustu viku af Fidesz, flokki hægri popúlistans Viktors Orbán forsætisráðherra. Í gær samþykkti stjórnarmeirihlutinn, þar sem Fidesz og kristilegi demókrataflokkurinn KDNP útnefningu Sulyok en samanlagt fara flokkarnir með yfir tvo þriðju hluta þingsæta í ungverska þinginu.

Afsögn forvera Sulyak, Novak fyrrverandi forseta, kom eftir fjöldamótmæli tugþúsunda Ungverja. Er málið það pólitískt erfiðasta sem Orbán forsætisráðherra hefur þurft að glíma við frá því að hann komst til valda að nýju, en hann og Fidesz flokkurinn hafa stýrt Ungverjalandi óslitið frá árinu 2010, og æ meira í átt að hægri popúlisma. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí