Nýburar deyja á Gaza – Börn við dauðans dyr af sulti

Fæðingarþyngd nýbuara á Gaza-strönd er svo lág að fjöldi þeirra hefur dáið af þeim sökum. Heilbrigðisstarfsfólk lýsir því hvernig sveltandi og  alltof léttar þungaðar konur koma á þær fáu heilbrigðistofnanir sem starfhæfar eru. Hungrið á Gaza er gríðarlegt og heilbrigðisstarfsfólk verður þess vart daglega. 

Þetta kemur fram í yfirlýsingu Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) frá því í gær, þriðjudag. Talskona WHO, Dr. Margaret Harris, greindi frá því á blaðamanna fundi Sameinuðu þjóðanna í Genf í gær að starfsfólk sæi æ oftar börn sem væru við dauðans dyr af sulti. Stofnunin ynni að því í kapp við tíman að koma upp miðstöðvum þar sem hægt væri að veita vannærðum aðstoð. Ein slík væri komin upp á suðurhluta Gaza-strandar og vonast væri til að hægt yrði að koma annari upp í norðurhlutanum. Það væri hins vegar ekki hægt að svo komnu máli, þar eð nauðsynlegt væri að koma þangað tækjabúnaði og matvælum í töluverðu magni. Slíkt væri ógjörningur á öruggan máta eins og ástandið væri í stríðshrjáðum norðurhlutanum. 

Hungursneyð er yfirvofandi á allri Gaza-ströndinni. Hátt í 700 þúsund Palestínumenn búa nú þegar við hungur á svæðinu og verði af áformum Ísraela um að ráðast á Rafahborg er gert ráð fyrir að hungursneyð skelli yfir að minnsta kosti milljón mann, um helming allra íbúa Gaza. Dr.  Harris lýsti því á fundinum í gær að hungrið á Gaza væri fullkomlega mannanna verk, afleiðing árásarstríðs Ísraela. Eina leiðin til að bregðast við er að opna sannkallaðar flóðgáttir inn á svæðið fyrir neyðaraðstoð, og að vopn verði tafarlaust lögð niður. 

Í gær réðist flugher Ísraela á bílalest með neyðargögn í Gazaborg, með þeim afleiðingum að minnsta kosti 24 Palestínumenn féllu. Vel á fimmta hundrað Palestínumenn hafa verið myrtir af Ísraelsher meðan þeir hafa beðið eftir matvælum frá því að stríðsreksturinn hófst. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí