B2 sprengjuþoturnar farnar af landinu

B2 sprengjuþoturnar þrjár sem komu til landsins ásamt 150 manna fylgdarliði á vegum flughers Bandaríkjanna þann 13. ágúst síðastliðinn fóru frá landinu á þriðjudaginn síðastliðinn. 12. september. Þetta segist Morgunblaðið hafa staðfest frá Utanríkisráðuneytinu.

Vélarnar höfðu þá viðdvöl hér í rétt um mánuð. Fyrirhuguð tímalengd leiðangursins var ekki gefin upp fyrirfram en leiðangrar sem þessi voru sagðir vera, yfirleitt, standa yfir í frá tveimur til sex vikna.

Ein B2-vélanna þriggja á leið til lendingar í Keflavík á meðan á leiðangrinum stóð. Á efri ljósmyndinni má sjá liðsmenn flughersins undirbúa að ferma eina þotuna með vopni merktu „Tritonal“.

Að nokkur leynd hvíli yfir skipulagi leiðangursins kemur ekki á óvart enda eru þoturnar lykilþáttur í kjarnorkuviðbúnaði Bandaríkjanna. Eins og fram kemur á vef mbl.is voru þær hannaðar með kjarnavopn í huga. Þær nýtast þó einnig á annan hátt og hefur verið beitt í sprengjuherferðum með hefðbundin vopn, í Kosovo, Afganistan, Írak og víðar. Í innrásarstríði Bandaríkjanna í Írak vörpuðu B2 þotur að sögn flughersins um 750 tonnum af sprengjum á landið, í 22 leiðangrum.

Liður í nýrri áætlun flughersins, ACE

Þetta var fyrsti leiðangur vélanna út fyrir Bandaríkin eftir að þeim var lagt til viðhalds í um sex mánuði ár vegna bilunar sem kom upp undir lok síðasta árs. Leiðangurinn til Íslands var liður í framkvæmd nýrrar áætlunar flughersins, sem var gefin út fyrir rúmu ári síðan, 23. ágúst 2022, og nefnist „Agile Combat Employment“ eða ACE. Með ACE-áætlunin áformar herinn að staðsetja mikilvæg vopnakerfi víðar en fyrr til að „auka afkomumöguleika“ sína andspænis ógnum og „viðhalda getu til bardaga“. Segir í lýsingu áætlunarinnar að allar umræddar stöðvar ættu að geta varist fjölbreyttum ógnum, að meðtöldum ógnum af völdum efnavopna, sýklavopna og kjarnorkuvopna. Flugherinn sjálfur segir áætlunina „byltingarkennda“.

Liðsmaður flughersins skreytir tritonal-sprengju á Keflavíkurflugvelli með límmiða, merki 393. sprengjusveitarinnar.

Bandaríkjaher hefur ekki látið uppi hvers konar vopn vélarnar báru í leiðangrinum hér. Íslensk stjórnvöld segjast fullviss um að það hafi ekki verið kjarnavopn. Ljósmyndir þar sem sjá má liðsmenn hersins ferma vélarnar gefa til kynna að vélarnar hafi verið hlaðnar svonefndum tritonal-sprengjum, en tritonal telst til hefðbundinna vopna, blanda af TNT-sprengiefni og áli.

Undir lok leiðangursins lét herinn frá sér nokkrar nýjar ljósmyndir af störfum við vélarnar á Keflavíkurflugvelli, að sögn teknar 7. september 2023.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí