B2 herþoturnar voru teknar til viðhalds um áramótin eftir að eldur kviknaði í einni þeirra

Á Keflavíkurflugvelli eru nú þrjár B2 herþotur á vegum Bandaríkjarhers. Þoturnar eru sérsmíðaðar til að bera kjarnavopn, allt að sextán sprengjur hver, en Bandaríkjamenn hafa lofað íslenskum stjórnvöldum að engin slík vopn séu meðferðis í leiðangri vélanna til Íslands. Tilgangurinn með dvöl þeirra hér er sagður að ítreka fælingarmátt Bandaríkjanna og bandalagsríkja þeirra.

21 vél af þessum toga hefur verið smíðuð, þar af voru 20 enn í notkun árið 2015. Þær eru allar í eigu Bandaríkjahers. Undir lok desember á síðasta ári var öllum vélunum lagt og þær teknar til viðhalds eftir slys sem varð við lendingu einnar þeirra, þegar eldur braust út í vélinni. Slökkvilið á Whiteman herstöð flughersins, í Missouri, slökkti eldinn áður en stórtjón varð. Ekki kom fram í tilkynningum um atvikið hvort sú vél hefði í því flugi borið kjarnavopn, en Bandaríkjaher gefur að jafnaði ekki upp hvar þau vopn eru staðsett.

Svo virðist vera sem könnun, viðhald og viðgerðir hafi heppnast nógu prýðilega til að vélarnar eru aftur komnar á flug. Fyrsti flugdagur þeirra við þessar æfingar á Íslandi var í gær, þriðjudag.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí