Þrjár bandarískar herþotur af gerðinni B2 Spirit eru nú staddar á Keflavíkurflugvelli en þær eru hannaðar til að bera þung vopn og beita þeim, meðal annars kjarnavopn. Hver þota getur raunar borið sextán kjarnorkusprengjur, hverja og eina um tonn að þyngd.
Þórlindur Kjartansson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, sagði í símaviðtali að það væri hundrað prósent öruggt að vélarnar beri ekki kjarnavopn í þessari ferð.
„Nei, þetta eru ekki kjarnavopn þegar þær koma til Íslands.“
– Það er alveg gefið?
„Það er alveg hundrað prósent.“
– Er eitthvað fylgst með því af Íslands hálfu?
„Það gildir mjög víða, þegar þotur koma, að þá þekkja Bandaríkjamenn stefnu okkar varðandi það að hér séu ekki kjarnorkuvopn. Það sama gildir til dæmis í Noregi. Þeim er kunnugt um okkar afstöðu og lofa að framfylgja henni.“
Nánar um Íslandsleiðangur þriggja B2 sprengjuþota 2023
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.