Hersveitin í Keflavík er sú sem varpaði sprengjunum á Hiroshima og Nagasaki

B-2 Spirit herþotunum þremur sem þann 13. ágúst hófu leiðangur sinn á Íslandi fylgir herlið úr 393. sprengjuleiðangrasveit bandaríska flughersins (393rd Expeditionary Bomb Squadron). Þetta kemur fram í allri umfjöllun Bandaríkjahers um leiðangurinn.

393ja sveitin er sú eina sem beitt hefur kjarnavopnum í hernaði, þegar henni var falið að varpa kjarnasprengjum á japönsku borgirnar Hiroshima og Nagasaki í ágúst 1945. Vélarnar og 150 manna liðsaflinn sem fylgir þeim hófu leiðangur sinn hér á landi aðeins örfáum dögum eftir að kjarnorkuárásanna var minnst með árlegri kertafleytingu.

Sömu sveit var síðar falið að gera kjarnorkutilraunirnar á Bikini-kóralrifinu við upphaf kalda stríðsins. Starf hennar hefur snúist um flugvélar sem búa má kjarnavopnum síðan þá, nú síðast fyrrnefndar B-2 Spirit sprengjuþotur, frá því herinn tók þær í fulla notkun árið 1993.

Íslensk stjórnvöld segja þó „hundrað prósent“ öruggt að B-2 vélarnar í Keflavík beri ekki kjarnavopn í þessum leiðangri, enda hafi bandarísk stjórnvöld lofað því.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí