Drunur frá B2 sprengjuþotum á sveimi yfir Reykjavík og nágrenni

Um klukkan 15:30 í dag, þriðjudag, heyrðust miklar drunur á höfuðborgarsvæðinu, þegar að minnsta kosti tvær af þeim þremur B2 Spirit sprengjuþotum sem nú hafast við í Keflavík flugu yfir Reykjavíkurborg og nágrenni hennar. Jón Heiðar Ragnheiðarson náði myndinni sem hér fylgir, og birti á Facebook.

Einhverjar myndir náðust af vélunum yfir borginni, en þær flugu tiltölulega lágt. Á Facebook létu notendur vita að til vélanna heyrðist einnig í Landsveit í Rangárvallasýslu.

Samstöðin fjallaði fyrr í dag um á hverju fullvissa íslenskra stjórnvalda byggir um að vélarnar beri ekki kjarnavopn í þessum leiðangri, fyrsta leiðangri vélanna utan Bandaríkjanna eftir að þær voru teknar til viðhalds í lok síðasta árs vegna bilunar.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí