Stjórnendur Samskipa reyndu ítrekað að villa um fyrir Samkeppniseftirlitinu við rannsókn

Bæði Samskip og Eimskip gáfu Samkeppniseftirlitinu ítrekað „rangar, ófullnægjandi eða villandi upplýsingar um samskipti og samstarf fyrirtækjanna“ þegar rannsókn eftirlitsins á viðskiptaháttum þeirra stóð yfir. Fyrst varð þess vart við munnlega upplýsingagjöf stjórnenda í tengslum við húsleitir hjá fyrirtækjunum. Þá veittu fyrirtækin ekki mikilvægar upplýsingar eða afhentu gögn við síðari upplýsingabeiðnir eftirlitsins. Þau ósannindi sem stjórnendur fyrirtækjanna báru fram höfðu í för með sér verulegar tafir á rannsókn málsins. Þetta kemur fram kemur í samantekt Samkeppniseftirlitsins sem birtist nú um mánaðamót.

Eimskip viðurkenndi síðar þessi brot og greiddi stjórnvaldssekt vegna þeirra. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins fyrir réttri viku síðan, fimmtudaginn 31. ágúst, var komist að þeirri niðurstöðu að Samskip hafi einnig brotið gegn 19. grein samkeppnislaga og stjórnvaldssekt lögð á fyrirtækið vegna þess. Brot Samskipa á þessari grein voru, að því er fram kemur í samantekt Samkeppniseftirlitsins, „umfangsmikil, alvarleg og unnu mjög gegn skilvirki rannsókn málsins.“

Um alvarleg brot Samskipa á samkeppnislögum

Með ákvörðun sem tilkynnt var um þann 31. ágúst 2023 lauk Samkeppniseftirlitið rannsókn á brotum Samskipa á samkeppnislögum. Niðurstaða eftirlitsins er að Samskip hafi „með alvarlegum hætti brotið gegn banni 10. gr. samkeppnislaga og 1. mgr. 53. gr. EES-samningsins, með ólögmætu samráði við Eimskip“. Samanlagðar stjórnvaldsektir sem lagðar eru á Samskip vegna brotanna nema 4,2 milljörðum króna.

Áður hafði Samkeppniseftirlitið lokið rannsókn á hlut Eimskips með sátt sumarið 2021, en ólíkt stjórnendum Samskipa játuðu stjórnendur Eimskips brot félagsins. Á Eimskip var lögð 1,5 milljarðs króna sekt vegna samráðsins.

Í nýbirtri ákvörðun Samkeppniseftirlitsins vegna brota Samskipa segir að samráðið í heild sinni hafi verið til þess fallið að gera fyrirtækjunum kleift „að draga með afdrifaríkum hætti úr samkeppni og hækka eða halda uppi verði gagnvart viðskiptavinum fyrirtækjanna“. Það var til dæmis gert „með hækkun við endurnýjun samninga, hækkun á gjaldskrám og þjónustugjöldum, upptöku nýrra gjalda, lækkun afslátta o.s.frv.“

Þá segir að „sameiginleg yfirburðastaða Eimskips og Samskipa á markaðnum, samskipti stjórnenda fyrirtækjanna og aðrir þættir í samráði fyrirtækjanna“ hafi skapað „kjöraðstæður fyrir fyrirtækin til að ná árangri í samráðinu og hagnast á kostnað viðskiptavina og samfélagsins alls.“

Rannsóknin á brotum Samskipa var gríðarlega umfangsmikil. Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í málinu var birt í fimmtán bindum. Í þessari umfjöllun Samstöðvarinnar er einkum stuðst við fyrsta bindið, 100 blaðsíðna samantekt á því sem á eftir fer.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí